Félagið
HVAÐ ER BYGGIÐN ?

HVAÐ ER BYGGIÐN ?

Þann 14. desember 2008 sameinuðust Trésmiðafélag Reykjavíkur og Félag byggingamanna Eyjafirði undir nafninu Fagfélagið og starfaði undir því nafni í um 3 ár. Á aðalfundi félagsins 28. mars 2012 var samþykkt að breyta nafni félagsins í Byggiðn – Félag byggingamanna.
Byggiðn – Félag byggingamanna hvílir því á gömlum og traustum grunni, því saga forveranna spannar meira en eina öld. Byggiðn-Félag byggingamanna leggur metnað sinn í að vera í farabroddi verkalýðsfélaga á Íslandi, með því að veita félagsmönnum sínum framúrskarandi þjónustu.
Byggiðn-Félag byggingamanna á aðild að Samiðn, sambandi iðnfélaga, líkt og eldri félögin. Með aðildinni að Samiðn á félagið jafnframt aðild að Alþýðusambandi Íslands. Með þessu er félögum tryggður aðgangur að margvíslegri þjónustu sérfræðinga, á sviði lögfræðilegra málefna, launamála, réttindabaráttu, vinnulöggjöf, félagsmálafræðslu og svo framvegis.

Tilgangur Byggiðnar-Félags byggingamanna
Félagið sameinar krafta þeirra byggiðnariðnaðarmanna sem eiga samleið um kaup og kjör, þjónustu og tryggingamál félagsmanna. Samkvæmt lögum er tilgangur félagsins að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum félagsmanna svo sem með því að :
a) Semja um kaup og kjör þeirra, bættan aðbúnað við vinnu og gæta þess að ekki sé gengið á lagalegan og samningsbundinn rétt þeirra.
c) Aðstoða félagsmenn í atvinnuleit ef þeir óska þess.
d) Stuðla að bættri verkmenntun og tryggja eftir megni að félagsmenn kunni starf sitt sem best og hafi sem víðtækasta þekkingu á öllu sem að iðn þeirra lýtur.
e) Bæta iðnlöggjöfina og vera á verði um að réttindi þau, sem hún veitir lærðum iðnaðarmönnum og iðnnemum, verði ekki skert.

Félagsmenn í Byggiðn-Félagi byggingamanna geta orðið þeir sem;
Hafa sveinsbréf í húsa-, húsgagna-, skipasmíði, húsgagnabólstrun, málaraiðn, múraraiðn, pípulögnum og veggfóðrun eða löggilt iðnbréf, útgefið samkvæmt iðnaðarlögum.
Stunda iðnnám í þeim iðngreinum sem upp eru taldar í a. lið hér að samkvæmt lögum um iðnfræðslu.
Starfsmenn sem hafa amk. eins árs menntun í byggingariðnaði og með staðfest starfsréttindi því til staðfestingar.

Félagssvæði Byggiðnar-Félags byggingamanna.
Félagið vinnur á Stór-Reykjavíkursvæðinu utan Hafnarfjarðar og á Eyjafjarðarsvæðinu til Siglufjarðar. Félagið þjónustar félagsmenn sína hvar sem þeir vinna á landinu.

Starfsemi félagsins
Félagið rekur skrifstofu að Stórhöfða 31, 110 Reykjavík og Skipagötu 14, 600 Akureyri
Skrifstofur félagsin eru opnar frá kl. 8:00 til kl. 16:00 alla virka daga ársins. Á föstudögum er opið til kl. 15:00 Sími 535-6000.
• Félagið rekur fjölmörg orlofshús til leigu fyrir félagsmenn.
• Félagið rekur öflugt vinnustaðastarf fyrir félagsmenn.
• Félagið rekur mælingastofu sem þjónar félagsmönnum hvar sem þeir eru að vinna á landinu.
• Félagið rekur öflugan sjúkrasjóð sem styrkir félagsmenn í veikinda- og slysatilfellum þegar greiðslum atvinnurekenda lýkur. Sjúkrasjóðurinn veitir einnig ýmsa aðra styrki sem m.a. tengjast veikindum sjóðfélaga, maka og barna. Leitið upplýsinga á skrifstofunum félagsins eða heimasíðunni.
• Félagið gefur út fréttabréf til upplýsinga fyrir félagsmenn. Fréttabréfið er einnig vettvangur skoðanaskipta félagsmanna.
• Félagið er með heimasíðu til upplýsinga fyrir félagsmenn.
• Félagið er með fræðslusjóð sem styrkir félagsmenn til margvíslegrar menntunar.
• Félagið er þáttakandi í rekstri Iðunnar-fræðsluseturs. Þar er félagsmönnum boðið tækifæri til fag- stjórnunar og tölvunáms á mjög góðu verði. Sjá idan.is